Hver erum við?

Gilsbakkavegur

Hvítahúsið er nýtt fjölskyldurekið gistiheimili nánast í miðbæ Akureyrar.  Gistiaðstaðan er á jarðhæð og í risi og eru uppábúin rúm í öllum herbergjum.  Í risi eru fjölskylduherbergin tvö, annað þeirra með svölum með glæsilegu útsýni yfir neðri hluta bæjarins sem og suður og norður Eyjafjörðinn.  Bæði herbergin í risi eru undir súð.  Lítið wc er í risi sem samnýtist herbergjum þar. 

Á jarðhæð eru þrjú 2ja manna herbergi, wc með sturtu fyrir gesti hússins, lítil setustofa og eldhús sem gestir samnýta. Góður ísskápur er í eldhúsi, kaffivél (húsráðendur bjóða upp á kaffi), blandari, hraðsuðuketill og öll önnur áhöld sem gestir gætu þurft að nota við eldamennsku.
Boðið er upp á ókeypis Wi-Fi og fyrir skíðafólk er góð aðstaða til að þurrka skíðafatnað og halda skíðaskóm ylvolgum.

Við reynum eftir fremsta megni að vera umhverfisvæn og græn.  Öll heimili á Akureyri flokka allt sem til fellur frá þeim og við sláum ekki slöku við þar.  Einnig notum við umhverfisvæn hreinsiefni og sápur og höfum lagt vinnu í að gera upp gömul húsgögn sem við notum í bland við nýtt í gistirýmunum.

Vegalengdirnar frá okkur í allt það helsta á Akureyri eru ekki miklar, það er ekki hægt að neita því að staðsetningin er nánast fullkomin.  Við erum beint fyrir ofan Listagilið, einungis þriggja mínútna gangur í miðbæinn sem og í sundlaug Akureyrar.

Sundlaug Akureyrar > 290 metrar
Eymundsson og Te&kaffi > 260 metrar
Græni hatturinn > 300 metrar
Menningarhúsið Hof > 600 metrar
Leikfélag Akureyrar > 900 metrar
Ráðhústorg > 450 metrar
Akureyrarkirkja > 360 metrar
Lystigarðurinn > 750 metrar 
Íþróttasvæði KA > 1 km 
Íþróttasvæði Þórs og Boginn > 4 km
Glerártorg > 1,2 km
Háskólinn > 2,2 km 
Kjarnaskógur > 5 km
Hlíðarfjall > 6 km
Golfvöllur > 3 km 
Flugvöllur > 4 km 

Viljum jafnframt benda á heimasíðu Akureyrarstofu en þar má m.a. finna viðburðadagatal fyrir Akureyri.

Smellið á „Staðsetning“ hér að ofan til að fá nánari upplýsingar um hvar við erum í bænum.

Gestgjafar Hvítahússins eru Böðvar Kristjánsson og Guðrún Karítas Garðarsdóttir ásamt þremur röskum börnum.